4. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. október 2018 kl. 09:10


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:10
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:10

Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi kl. 10:00

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1822. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 26. október 2018 Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Sóley Ragnarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Gestirnir kynntu þær gerðir sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 26. október nk. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Störf alþjóðanefnda Kl. 09:40
Nefndarmenn ræddu um það sem efst er á baugi í starfi alþjóðanefnda.

4) Önnur mál Kl. 10:21
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:22